Mikið var um að vera í Böggvisstaðafjalli um helgina. Fram fór bikarmót SKÍ fyrir 13 - 14 ára og auk þess voru staddir á Dalvík um 150 unglingar og starfsfólk úr félagsmiðstöðvum frá Hafnarfirði.
Bikarmótið get vel í alla staði og voru keppendur og þjálfarar hæstánægðir með aðstæður enda færið frábært og veðrið lék við fólk. Fréttir af mótinu og úrslit má sjá á heimasíðu Skíðafélags Dalvíkur www.skidalvik.is .
Einnig eru myndir frá mótinu á www.flickr.com/bjarnigunn (undir albúminu "Bikarmót 13 - 14 ára á Dalvík) en
Bjarni Gunnarsson íþrótta-og æskulýðsfulltrúi tók
myndirnar sem birtast hérna á síðunni.
Um næstu helgi fer fram Jónsmót á Dalvík til minningar um Jón Bjarnason. Þar keppa 9 - 12 ára börn í stórsvigi, svigi og einnig bringusundi. Tekið skal fram að sundhluti mótsins fer fram í Sundlaug Dalvíkur! Einnig verður sundlaugarpartí og kvöldvaka fyrir keppendur þannig að það má búast við miklu fjöri á svæðinu um helgina.