BERGMÁL 19.-22. júní í Bergi

Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin í fimmta skipti dagana 19. – 22. júní í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tónverkin sem flutt verða á þrennum tónleikum spanna vítt litróf, allt frá Brahms til Lehár með viðkomu m.a í rússnenskum þjóðsagnaheimi, París aldamótanna og íslenskri sumarnæturkyrrð.


Hljóðfæraleikara á hátíðinni í ár eru:

Margrét Hrafnsdóttir, sópran
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Hafdís Vigfúsdóttir, flauta,
Grímur Helgason, klarinett
Ella Vala Ármannsdóttir, horn
Carlos Caro Aguilera, básúna
Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó
Kristján Karl Bragason, píanó

Aðgangur á einstaka tónleika er kr. 2.500 en passi á alla þrenna tónleikana kostar 5.000 kr. og sérstöl athygli er vakin á því að ókeypis er fyrir 25 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar.


Um tónleikana:

Á Opnunartónleikum Bergmáls hljóma verk gamalla meistara úr ýmsum áttum. Fiðlusónata Mozarts í e-moll, Svíta úr Sögu dátans eftir Stravinsky, hin tilkomumikla básúnusónata króatíska tónskáldsins Sjephans Sulek, fallegur einþáttungur Þorkels Sigurbjörnssonar Tvíteymi fyrir flautu og klarinett, og síðast en ekki síst Horntíó op. 40 eftir Johannes Brahms.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00

Á síðkvöldstóneikunum Að sumarsólstöðum, laugardaginn 21. júní hljómar tónlist um fugla og náttúru. Á undan tónleikunum mun Hjörleifur Hjartarson bjóða upp á gönguferð og leiðsögn um friðland fuglanna og á tónleikunum í kjölfarið hljóma m.a þjóðlagaútsetningar og frumsamin verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns , Ingibjögu Azimu Guðlausgdóttur, Daníel Þorsteinsson og tónlist sem tengist fuglum og fuglasöng.
Fuglaskoðun kl. 20.00 og tónleikar kl. 22.00

Lokatónleikar Bergmáls bera yfirskriftina Aríur og fingraflugeldar og þar hljómar virtúósíks hljóðfæratónleist eftir jafn ólíka höfunda og Richard Strauss , Taffanel og Poulenc, auk vel þekktra Chardása og vinsælla aría úr óperettum eftir Johann Strauss, Stolz og Lehár í túlkun Margrétar Hrafnsdóttur sópransöngkonu.
Tónleikar hefjast kl. 20.00

Nánari upplýsingar á www.bergmal.com

Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudaginn 19. júní kl. 20.00 – Kammerverk stóru meistaranna – setningartónleikar
Vegleg efnisskrá með kammertónlist eftir W.A. Mozart, Johannes Brahms, o.fl.
Miðaverð kr. 2.500

Laugardaginn 21. júní kl. 22.00 – Að sumarsólstöðum
Tónlist sem tengist dulúð þjóðsagnanna hljómar á síðkvöldstónleikum. Íslenski söngarfurinn og fuglasöngur af ýmsum toga!
Miðaverð kr. 2.500

ATH. Fyrir tónleikana, eða kl. 20:00 mun Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Friðlands fuglanna, vera með fuglaskoðun fyrir tónleikagesti. Mæting er hjá fuglaskoðunarskiltinu við Olís og gengið verður í ca. klst. Fuglaskoðunin er innifalin í miðaverði tónleikanna og hvetjum við tónleikagesti til þess að auka á upplifun sína með því að upplifa fuglasönginn í náttúrunni fyrst!

Sunnudaginn 22. júní kl. 20.00 – Aríur og fingraflugeldar
Á lokatónleikum hátíðarinnar hljóma ástælar aríur óperubókmenntanna ásamt virtúósíkum verkum fyrir hljóðfæraleikara Bergmáls.
Miðaverð kr. 2.500