Bæjarstjórnarfundur sem halda átti í safnaðarheimilinu í dag klukkan 16:15 hefur verið færður um set. Fundurinn verður haldinn að Rimum í Svarfaðardal og hefst hann á sama tíma og venjulega. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir velvirðingar á þessum breytingum. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu líkt og venjulega.
Í dag er alþjóðlegur vímuvarnardagur Lionshreyfingarinnar og verður af því tilefni Felix Jósafatsson lögregluvarðstjóri með fyrirlestur um vímuefnamál í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju og hefst hann klukkan 17:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hvetjum við sérstaklega foreldra, afa og ömmur til þess að mæta.