Bæjarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar fagna framkomnum tillögum um aukna atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi í formi stjóriðju og lýsir yfir fullum stuðningi við þau áform að stjóriðja rísi í Eyjafirði. Gríðarlega mikilvægt er fyrir svæðið í heild að horft verði til heppilegrar staðsetningar ef af slíkri uppbyggingu verður og styður bæjarstjórn hugmynd að staðsetningu í Eyjafirði. Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hvetur til þess að áfram verði unnið að rannsóknum og tekin verði ákvörðun um staðsetningu stóriðju á Norðurlandi eins fljótt og auðið er.