Nú liggja fyrir tölulegar upplýsingar um útlán Bókasafns Dalvíkur fyrir árið 2008. Útlán ársins voru 12.122 og hafa heilarútlán safnsins aukist milli ára um rúmlega 500. Einnig fjölgaði lánþegum Bókasafnsins á árinu og eru nú í árslok 277 einstaklingar með gild lánþegakort. Sömu tölur fyrir árið 2007 eru 11.593 útlán og lánþegafjöldinn 264. Útlánum safnsins hefur fjölgað jafn og þétt undanfarin ár og vonandi að svo verði áfram. Að því tilefni vill Bókasafnið hvetja fólk til að nýta sér safnið, til að fá lánuð gögn, setjast niður og lesa blöðin eða leita sér annarra upplýsinga.