Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtaldar skipulagstillögur:
Tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Árskógssandur, breyting á þéttbýlisuppdrætti.
Breyting á þéttbýlismörkum í Árskógssandi er gerð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Árskógssandi. Þar er m.a. gert ráð fyrir stækkun á svæði undir verslun og þjónustu um 1 ha að flatarmáli.
Tillaga að deiliskipulagi athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis Árskógssandi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er um 7.2 ha að stærð og afmarkast að norðan af Ægisgötu og að austan af Hafnargötu, en að vestan og sunnan eru lyngmóar og óræktað land. Helstu viðfangsefni deiliskipulagstillögunnar eru fyrirhuguð stækkun á bjórverksmiðju og afmörkun nýrra lóða fyrir fjölbreytta athafnastarfsemi. Einnig er stefnt að uppbyggingu alhliða ferðaþjónustu, m.a. gistiskálum, veitingaaðstöðu og annarrar þjónustustarfsemi á vesturhluta svæðisins.
Ofantaldar skipulagstillögur verða til sýnis í ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með mánudeginum 15. ágúst nk. til þriðjudagsins 27. september 2016 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is . Aðalskipulagsbreytingin mun einnig liggja frammi hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík á sama tíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til þriðjudagsins 27. september 2016. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til skipulags- og byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is
Börkur Þór Ottósson Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Breyting á aðalskipulagi, þéttbýlismörk á Árskógssandi, nýtt verslunar- og þjónustusvæði
Athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði Árskógssandi, greinargerð
Árskógssandur, deiliskipulagstillaga