Á 260. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. júní 2014 var samþykkt sú tillaga að fundir sveitarstjórnar verði að jafnaði haldnir þriðja þriðjudag hvers mánaðar í Ráðhúsi Dalvíkur, í Upsa á 3. hæð kl. 16:15, og verði auglýstir með tveggja daga fyrirvara á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fundir sveitarstjórnar eru opnir, en heimilt er að ákveða að einstök mál skuli rædd fyrir luktum dyrum þegar það telst nauðsynlegt vegna eðlis máls, sbr. 12. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Á sama fundi sveitarstjórnar var samþykkt tillaga um frestun funda sveitarstjórnar í júlí og ágúst 2014 með vísan í 8. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar. Byggðarráði var falið fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 31. gr. V. kafla Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar frá og með 19. júní 2014 og til og með 31. ágúst 2014.
Dalvíkurbyggð, 2. júlí 2014
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
sviðsstjóri fjármála- og stjónsýslusviðs