Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti 18.júní 2013 breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér að íbúðarsvæði nr. 313 fellur út, svæði fyrir þjónustustofnanir minnkar til austurs og opið svæði til sérstakra nota nr. 402 stækkar til norðurs sem nemur fyrrgreindum breytingum á svæðum 313 og 401.
Tillagan verður send Skipulagsstofnun til lokaafgreiðslu sbr. grein 4.8.3 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar, geta snúið sér til byggingafulltrúa, Ráðhúsinu, Dalvík, sími 460 4920.
Skipulagsstofnun mun auglýsa tillöguna í Stjórnartíðindum B og öðlast þá aðaskipulagsbreytingin gildi.
Dalvíkurbyggð, 19. júní 2013
Börkur Þór Ottósson
Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Teikningar