Auglýsing á deiliskipulagi Túnahverfis
Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir blandaðri íbúðarbyggð.
Svæðið er við Hringtún. Á skipulagssvæðinu verða 26 lóðir undir einbýlis-, rað- og parhús.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsinu á Dalvík frá og með 18. janúar og til og með 6. mars (athugasemdartími er 6 vikur).
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna eigi síðar en 6. mars. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofur Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekinn frest, telst samþykkur henni.
Bæjartæknifræðingur Dalvíkurbyggðar
Þorsteinn Björnsson