Upplýsinga- og vinnufundur í Bergi þriðjudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:00
Atvinnumála- og kynningarráð hefur undanfarið unnið að gerð atvinnustefnu fyrir Dalvíkurbyggð en stefnan byggir á greiningum sem gerðar hafa verið á atvinnulífinu. Í kjölfar stefnunnar sjálfrar er unnið að aðgerðaáætlun en með henni er markmiðið að setja niður á blað hvaða verkefni þarf að vinna og hver ber ábyrgð á þeim. Til þess að aðgerðaáætlunin verði raunhæf og markviss telur atvinnumála- og kynningarráð nauðsynlegt að fá fulltrúa atvinnulífsins að borðinu enda eru stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja í sveitarfélaginu sérfræðingarnir. Því vill ráðið bjóða áhugasömum að taka þátt og hafa þannig áhrif á stefnumótandi áætlun fyrir atvinnumál í sveitarfélaginu.
Dagskrá fundarins:
- Ávarp formanns atvinnumála- og kynningarráðs
- Kynning á vinnu við atvinnustefnu
- Kynning á aðgerðaáætlun atvinnustefnu
- Vinnustund
Hvaða verkefnum eigum við að vinna að? Við viljum heyra ykkar skoðanir
Í vinnustundinni gefst þátttakendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í vinnuhópum sem skipaðir verða á staðnum. Hver og einn hópur fær úthlutað hópstjóra sem hefur það hlutverk að stýra vinnu hópsins og skrifa niður helstu umræðupunkta en allir hóparnir fá tækifæri til að ræða alla þætti aðgerðaáætlunarinnar.
Unnið verður með eftirfarandi þætti:
- Menntun
- Húsnæðismál
- Samgöngur
- Nýsköpun og vöruþróun
- Markaðssetningu
- Verkefni í opinberri þjónustu
- Smáfyrirtæki
- Unga fólkið
Nú þegar hafa ákveðin verkefni verið sett við hvern þátt og verða þau kynnt í lið 3 í dagskrá fundarins. Á fundinum gefst þátttakendum tækifæri til að ræða þessi verkefni og koma með sínar athugasemdir eða ábendingar vegna þeirra, auk þess sem þátttakendur hafa tækifæri til að benda á önnur verkefni sem þeir telja þörf á að vinna.
Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt, hafa áhrif og hjálpa okkur að gera atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar að góðri stefnumótandi vinnuáætlun fyrir næstu árin.
Allar nánari upplýsingar gefur Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi á netfanginu margretv@dalvikurbyggd.is eða í síma 460 4900.
Fyrir hönd atvinnumála- og kynningarráðs
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi