Atvinnulífskönnun og kynning á skýrslu KPMG

Hvaða stoðþættir skipta mestu máli fyrir afkomu fyrirtækja í sveitarfélaginu og er Dalvíkurbyggð samkeppnisfær þegar kemur að heildarkostnaði meðalfjölskyldna og húsnæðiskostnaði?


Þessum spurningum og fleirum verður svarað á kynningu sem fer fram 2. febrúar 2016 kl. 16:30 í Bergi menningarhúsi.


Þar verða kynntar niðurstöður atvinnulífskönnunar sem fram fór á vegum atvinnumála- og kynningarráðs Dalvíkurbyggðar í nóvember 2015 og skýrsla KPMG á greiningu og samanburði á tekjum og kostnaði sveitarfélaga sem unnin var fyrir sveitarstjórn. 

Dagskrá:

Atvinnulífskönnun 2015

Helstu niðurstöður könnunar á meðal fyrirtækja í Dalvíkurbyggð kynntar
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi

Greining og samanburður á tekjum og kostnaði sveitarfélaga
Samanburður Dalvíkurbyggðar og annarra sambærilegra sveitarfélaga
Oddur Gunnar Jónsson, KPMG

Fundarstjóri er Þorsteinn Björnsson