Dalvíkurbyggð óskar eftir því að ungmenni í Dalvíkurbyggð á aldrinum 16-25 ára, sem sjá fyrir sér að verða án atvinnu í sumar skrái sig hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, það er að segja ef viðkomandi hefur áhuga á að koma í vinnu hjá Dalvíkurbyggð í sumar.
Við erum í sameiningu að reyna að kortleggja hversu stórt hlutfall ungs fólks í Dalvíkurbyggð verður mögulega án atvinnu í sumar. Við viljum ítreka að engin binding er við skráningu, eingöngu er verið að skoða stöðuna og tengja viðkomandi við okkur til að stytta biðtímann að geta hafið störf ef farið verður af stað með átaksverkefni.
Skráning fer fram hjá Gísla Rúnari, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á netfangið gislirunar@dalvikurbyggd.is eða í síma 863-4369.