Tilkynning frá stjórnum Hesthúseigendafélagsins í Hringsholti og hestamannafélaginu Hring.
Af gefnu tilefni er eigendum lausamuna og véla sem settir hafa verið í gryfjuna neðan við Hringsholt bent á að af kröfu heilbryggðisfulltrúa norðurlands eystra á þá skulu þeir hlutir sem þar eru fjarlægðir. Hafa stjórnir ofangreindra félaga ákveðið í sameiningu við heilbryggðisfulltrúa og starfsmenn umhverfissviðs Dalvíkurbyggðar að gefa eigendum frest til 10.september til að fjalægja umrædda hluti.
Sé því ekki fylgt eftir verða hlutirnir fjarlægðir á kostnað eigenda.
Rúllustæði sunnan Hringsholts:
Einnig skal bent á að sunnan við Hringsholt er töluvert magn af ónýtum heyrúllum sem eigendur eru beðnir að fjarlægja og koma fyrir á viðeigandi stað (norðan við gryfjuna). Allt rúlluplast og bönd skulu fjarlægð af rúllunum áður en þeim er fargað