Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp hjá bændum. Það er sveitarfélaginu mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður, enda landbúnaður mikilvæg atvinnugrein í Dalvíkurbyggð.
Miklar fjárfestingar hafa verið síðustu árin í landbúnaði í Dalvíkurbyggð en miklar aðfangahækkanir, hækkun fjármagnskostnaðar og almennar launahækkanir hafa þrengt verulega að rekstri. Þrátt fyrir hækkanir afurðaverðs hafa þær ekki haldið í við hækkun rekstrarkostnaðs og er hækkun fjármagnskostnaðs þar ofan á.
Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldið að flýta vinnu starfshóps matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins vegna fjárhagsstöðu bænda og koma með raunhæfar aðgerðir sem fyrst.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar