Ársþing UMSE fór fram á á Dalvík laugardaginn 21. mars síðastliðin. Þar voru veittar viðurkenningar þeim iðkendum sem unnu til Íslands-, unglingalandsmóts- eða bikarmeistaratitla í frjálsum íþróttum á árinu 2008.
Þetta voru hvorki meira né minna en tuttugu iðkendur sem er mikil fjölgun frá síðasta ári þegar þeir voru einungis sjö og er þetta því gott veganesti fyrir Landsmótið á Akureyri sem haldið verður í sumar.
Kristján Godsk Rögnvaldsson umf Samherjum og Steinunn Erla Davíðsdóttir Umf Smáranum voru tilnefnd til íþróttamanns ársins hjá UMSE og gerði Steinunn sér lítið fyrir og varð önnur í kjörinu á eftir Björgvini Björgvinssyni skíðamanni frá Dalvík. Steinunn hlaut 119 atkvæði af 170 mögulegum.
Á mynd frá vinstri (myndirnar tók Magnús Sveinsson Ólafsfirði ): Anton Orri Sigurbjörnsson Grenivík, Kristín Hermanns formaður frjálsíþróttanefndar, Jeff Chris Hallström Samherjum , Kristján Rögnvalds Samherjum Jónas Rögnvalds Samherjum, Erla Vilhjálms Ólafsfirði, Ari Jóhann Dalvík, Sigurbjörg Áróra Ólafsfirði,Dagbjört Ýr Æskunni , Egill Ívarsson Samherjum, Monika Rögnvalds Samherjum, Steinunn Erla Smáranum, Arna Baldvins Smáranum,Örn Elí Gunnlaugsson Ólafsfirði/Samherjum, Macej Magnús Dalvík, Leó Pétur Ólafsfirði, Ari Þjálfari og Sigurður Kristján formaður UMSE
Á myndina vantaði , Gunnar Örn Hólmfríðarson Samherjum, Benedikt Línberg Æskunni, Arnald Starra Æskunni Gunnlaugu Helgu Ólafsfirði Hörpu Konráðs Umf Reyni og Ármann Einarsson Umf Æskunni