Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2020

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2020

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2020 var samþykktur þann 12. maí sl. eftir síðari umræðu í sveitarstjórn.

Niðurstaða ársreikningsins er góð og nokkuð umfram áætlun sem er gott í ljósi þess að Covid-19 heimsfaraldurinn hafði ýmis áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Áhrifin fólust meðal annars í endurgreiðslu á þjónustugjöldum vegna skerðingar á þjónustu og aukningu á útgjöldum á ýmsum sviðum. Ljóst er að áhrifa faraldursins mun gæta inn á árið 2021. 

Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 7,6 m.kr. 
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er jákvæð um 35,9 m.kr. 

Íbúafjöldi 1. des 2020 var 1.861 en var 1.902 1. des. 2019.

Ársreikningurinn er nú birtur í heild sinni á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt sundurliðun og lista yfir helstu birgja.
Þær upplýsingar ásamt framsögu með ársreikningi má finna hér.

Ég vil fyrir hönd sveitarstjórnar, þakka starfsmönnum Dalvíkurbyggðar og stjórnendum fyrir góða afkomu á rekstrarárinu 2020 og fyrir vinnuna við ársreikninginn.

Þá vil ég þakka samstarfsfólki í sveitarstjórn fyrir sérstaklega góða samstöðu við stjórnun sveitarfélagsins sem m.a. leiðir til þessarar góðu rekstrarniðurstöðu og sýnir þann kraft, jákvæðni og einhug sem ríkir í Dalvíkurbyggð.

Katrín Sigurjónsdóttir,
sveitarstjóri