Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2019

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2019

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2019 var samþykktur þann 12. maí sl. eftir síðari umræðu í sveitarstjórn.

Niðurstaða ársreikningsins er góð og nokkuð umfram áætlun. Skýrist það að stærstum hluta af hærri tekjum en gert var ráð fyrir í öllum tekjustofnum.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 155.977.000 en áætlun gerði ráð fyrir kr. 33.250.000 með viðaukum ársins 2019.
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er jákvæð um kr. 204.426.000 en áætlun gerði ráð fyrir kr. 69.994.000 með viðaukum ársins 2019.

Íbúafjöldi 1. des 2019 var 1.905 en var 1.904 1. des. 2018.

Ársreikningurinn er nú birtur í heild sinni á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt sundurliðun og lista yfir helstu birgja.
Þær upplýsingar ásamt framsögu með ársreikningi má finna hér.

Ég vil ítreka þakkir frá sveitarstjórn til starfsmanna Dalvíkurbyggðar og stjórnenda fyrir góða afkomu á rekstrarárinu og fyrir vinnuna við ársreikninginn.

Þá vil ég þakka samstarfsfólki í sveitarstjórn fyrir samstöðu við stjórnun sveitarfélagsins sem m.a. leiðir til þessarar góðu rekstrarniðurstöðu og sýnir þann kraft, jákvæðni og einhug sem í sveitarfélaginu býr. 

Katrín Sigurjónsdóttir,
sveitarstjóri