Í gær mættu á fund Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs fulltrúar frá félögum sem hafa samning við Dalvíkurbyggð og fluttu þeir ársskýrslu og gerðu grein fyrir reikningum félaganna fyrir árið 2006:
- Sundfélagið Rán Elín Unnarsdóttir
- Golfklúbburinn Hamar Sigurður Jörgen
- Hestamannafélagið Hringur Ekki mætt fyrir félagið
- Skíðafélag Dalvíkur Óskar Óskarsson
- Ungmennafélagið Reynir Marinó Þorsteinsson.
- Ungmennafélag Svarfdæla Þórir Áskelsson f.h. barna- og unglingaráðs
- Ungmennaf. Þorsteinn Svörfuður Karl Ingi Atlason.
Framk kemur í fundargerð ráðsins að ársreikningur og ársskýrsla fyrir árið 2006 barst frá Hestamannafélaginu Hring fyrr á árinu. Fyrir liggur ársreikningur 2006 frá körfuknattleiksdeild UMFS og ársreikningur og starfsskýrsla 2006 frá frjálsíþróttadeild UMFS. Fram kom á fundinum að ársreikningur 2006 fyrir barna- og unglingaráð UMFS liggur fyrir.
Ráðið þakkar félögunum fyrir vel unnin störf og stjórnarmönnum og félagsmönnum sjálfsboðavinnu í þágu félaganna sem og sveitarfélagsins.