Árskógssandur - Auglýsing vegna deiliskipulagstillögu


Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð þar sem gert er ráð fyrir athafnasvæði, verslunar- og þjónustusvæði, ásamt íbúðarsvæði.
Skipulagssvæðið á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð er um 7 ha að stærð og afmarkast að norðan af Ægisgötu og að austan af Hafnargötu, en að vestan og sunnan eru lyngmóar og óræktað land.
Deiliskipulagstillaga þessi felur í sér endurskoðun og sameiningu fyrir-liggjandi mæli¬blaða, þar sem form¬legt deiliskipulag af athafnasvæði, verslunar- og þjónustusvæði, ásamt íbúðarsvæði liggur ekki fyrir innan þeirra marka sem skipulagstillagan nær yfir. Einnig er um að ræða skipu¬lagningu á nýjum lóðum.
Alls eru lóðirnar tuttugu og þrjár innan skipulags¬svæðisins, þar af eru sextán nýjar lóðir og sjö lóðir eru fyrir á svæðinu.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsinu á Dalvík frá og með 28. apríl 2010 og til og með 9. júní 2010.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna. Athugasemdafrestur er til 9. júní 2010. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila inn á bæjarskrifstofur Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekinn frest, telst samþykkur henni.

Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð