Áttu barn eða börn?
Á leikskóla- eða grunnskólaaldri upp í 7. bekk?
Þá er Árskógarskóli ef til vill góður kostur!
- Nútímalegur, vel útbúinn og mátulega stór!
- Leik- og grunnskólakennarar með réttindi og reynslu.
- Góð aðstaða fyrir allan leik úti og inni og allt nám, bóklegt, verklegt, listir, íþróttir, sund, útikennslu.
- Við erum umhverfisvæn og flöggum Grænfána.
- Skólaakstur grunnskólastigs Dalvík-Ströndin-Dalvík.
- Áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir inni og úti.
- Heimanám í lágmarki og í samráði við foreldra.
- Fjölbreyttir, aldursblandaðir námshópar og einstaklingsmiðað nám.
- Áhersla á samfellu í námi barna á mörkum skólastiganna tveggja.
- Áhersla er lögð á skapandi og samþætt verkefni þvert á námsgreinar.
- Starfsfólk skólans er traust, vinnur vel saman og ber í samvinnu við foreldra ábyrgð á námi, þroska og líðan nemenda. Í skólanum er jákvæður skólabragur.
- Rík áhersla er lögð á gagnkvæma virðingu, umhyggju og vináttu, m.a. með aðferðum Uppbyggingarstefnunnar.
- Umhverfi skólans er fjölbreytt, s.s. melar, móar, á, sveit, sjór og fuglalíf. Áhersla lögð á að tengja nám og leik við þessa paradís.
- Það þarf gleði, sjálfsaga og leik í góðan skóla. Leikurinn er órjúfanlegur þáttur í bernskunni og gegnum hann uppgötvar barn ýmsa hæfileika sína og örvar hugmyndaflug sitt.
Við viljum með glöðu geði bæta við okkur nemendum og hvetjum ykkur foreldra til þess að íhuga þann kost að barnið ykkar eða börnin sæki skóla í Árskógi. Það tekur ekki nema tæpar 10 mínútur að keyra frá Dalvík með barn í leikskóla, skólabíllinn er notalegur fyrir nemendur á grunnskólastigi og tekur stutta stund, beint í graut og rólegheit áður en skóli byrjar. Árskógarskóli er góður skóli og þar er jákvætt og uppbyggjandi skólastarf!
Nánar um skólann á heimasíðu http://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/
Kíkið í heimsókn eða heyrið í okkur í skólanum (460-4970), þið eruð alltaf velkomin!
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri 460-4971
gunnthore@dalvikurbyggd.is