Það var mikil gleði í Árskógarskóla í gær þegar tekið var á móti Grænfánanum í fimmta sinn. Á bak við Grænfánann liggur mikil vinna í umhverfismálum og óskum við starfsfólki og nemendum Árskógarskóla innilega til hamingju!
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá afhendingunni en Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, veitti fánann fyrir hönd Landverndar og voru það nemendur í 7. bekk sem tóku á móti fánanum og flögguðu honum fyrir hönd skólans.
Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum
Skólar á grænni grein (Eco-schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Grænfáninn hefur verið á Íslandi frá árinu 2001. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education. Skólar á grænni grein styðja við umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og almennt umhverfisstarf í skólum á öllum skólastigum.
Markmið verkefnisins eru að;
- bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
- efla samfélagskennd innan skólans.
- auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
- styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
- veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
Grænfáninn sjálfur er viðurkenning eða verðlaun til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt. Hver skóli vinnur eftir skrefunum sjö, setur sér markmið og virkir nemendur.
Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum