Leikskólakennari
Árskógarskóli auglýsir eftir tveimur leikskólakennurum í 80% og 100% starf frá og með 12. ágúst 2024. Næsti yfirmaður er deildarstjóri skólans.
Helstu verkefni:
- Vinnur að uppeldi og menntun barna og verkefnum sem því tengjast.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs.
- Tekur þátt í þróunarverkefnum leikskólans.
- Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans.
- Samstarf við aðrar stofnanir og sérfræðinga.
-
- Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
- Þekking og reynsla á leikskólastigi eða grunnskólastigi æskileg.
- Jákvæðni og sveigjanleiki.
- Góð færni í mannlegum samskipum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra.
- Góð íslenskukunnáttu æskileg.
- Hreint sakavottorð.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi og er þá greitt samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.
Sótt er um í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið og ferilskrá. Að auki, staðfest afrit af prófskírteinum. Ef umsækjendur uppfylla ekki menntunar- og hæfniskröfur áskilur skólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 27. maí 2024
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Frekari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri, sími 460 4980 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, sími 460 4971 eða í netpósti helga.lind@dalvikurbyggd.is.
Árskógarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Dalvíkurbyggð með 16 börn á leikskólastigi og 18 nemendur í 1. – 7. bekk. Einkunnarorð skólans eru: GLEÐI – VIRÐING – ÞRAUTSEIGJA. Í grunnskólanum er samkennsla í tveimur umsjónarhópum og ein deild í leikskólanum. Mikið samstarf er á milli skólastiga. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.