Félagsmiðstöðin Týr fór um liðna helgi í árlega ferð á risa viðburð í Reykjavík á vegum Samfés (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) sem kallast SamFestingur.
Viðburðurinn samanstendur af tveimur uppákomum, fyrst er það ball á föstudagskvöldi í laugardalshöllinni þar sem 4.500 unglingar víðsvegar af landinu koma saman og hlusta á bestu tónlistarmenn landsins (að þeirra mati) leika fyrir dansi.
Hinn viðburðurinn er svo söngkeppni Samfés sem fer fram í laugardalshöllinni á laugardeginum á eftir. Keppninni er sjónvarpað beint á RÚV. Hver landshluti heldur sína undankeppni og fær t.a.m. norðurland að senda 5 fulltrúa frá því landsvæði. Í ár átti félagsmiðstöðin Týr fulltrúa í keppninni, en það vori þeir Þormar Ernir Guðmudnsson (söngur) og Þorsteinn Jakob Klemenzson (gítar) sem kepptu fyrir okkar hönd með Bob Dylan laginu, don´t think twice. Stóðu strákarnir sig með stakri príði og geta verið stoltir af sínu framlagi í keppninni. Sigurvegari söngkeppninnar í ár koma frá félagsmiðstöðinni Bólið í Reykjavík. Þeir sem misstu af keppninni geta hlustað á hana hér: http://www.ruv.is/spila/ruv/songkeppni-samfes-2019/20190323?fbclid=IwAR1Lfftnvzmz4Y_IEWyWl-USEunAC6-hzXFJCEO-QW6aFdhNVvXcx5P3uiU
Eins og undanfarin ár, var veðrið að stríða okkur, spáin ekki góð og voru allir dregnir á fætur fyrir allar aldir og lagt af stað kl. 6 á föstudagsmorgni. Ekki var að spyrja að unglingunum okkar, voru sjálfum sér og félagsmiðstöðinni til sóma og skemmtu sér vel í borginni um helgina. Allir komu svo heilir heim seinni part sunnudags, þreytti en glaðir.
Félagsmiðstöðin þakkar þeim sem keyptu vörur af hópnum í fjáröflun sem fram fór í byrjun mars.
Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi