Í ár, líkt og undanfarin ár, verða þrjár brennur í Dalvíkurbyggð um áramótin. Á gamlársdag verða tvær brennur, ein á Dalvík og hefst hún klukkan 17:00 á sandinum og önnur á Brimnesborgum á Árskógsströnd og hefst hún klukkan 20:00 og verður þar einnig boðið uppá flugeldasýningu. Föstudaginn 29. desember verður flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar á Dalvík og hefst hún klukkan 20:00. Loks verður þrettándabrenna haldin laugardaginn 6. janúar við Húsabakka í Svarfaðardal og mun hún hefjast klukkan 20:30.
Björgunarsveitirnar á svæðinu munu báðar standa fyrir sölu flugelda um áramótin. Björgunarsveitin á Dalvík hefur sölu á flugeldum þann 28. desember í húsi sínu við Gunnarsbraut og Björgunarsveit Árskógsstrandar hefur sölu á flugeldum í sínum húsakynnum þann 27. desember. Nánari upplýsingar um opnunartíma flugeldasölu er að fá hjá björgunarsveitum.