Apríl -Tengja
Húsabakka 6. apríl 2005
Heil og sæl,
nemendur komu glaðir og sælir úr páskafríi og ekki spillti fyrir að veðrið var sérstaklega gott fyrstu dagana eftir fríið.
Síðasta danskennslulota vetrarins:
Nú er Inga Magga danskennari komin til okkar á Húsabakka til þess að kenna nemendum að dansa. Danskennslan er alla þriðjudaga í apríl í litla salnum á Rimum og er sem hér segir:
Kl. 8:10 - 9:10 |
4. 5. og 6. bekkur |
Kl. 9:30 - 10:30 |
7. og 8. bekkur |
Kl. 10:35-11:05 |
Leikskólinn |
Kl. 11:05-12:05 |
1. og 2. bekkur |
Stóra upplestrarkeppnin:
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar við utanverðan Eyjafjörð verður haldin í Ólafsfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 14:00. Á þessum hátíðum er oftast boðið upp á tónlistaratriði frá þátttökuskólunum. Að þessu sinni mun skólakórinn okkar, Góðir hálsar, syngja nokkur lög.
Fulltrúar Húsabakkaskóla í upplestrarkeppninni eru þær Brynja Vilhjálmsdóttir og Þórhildur Sara Árnadóttir.
Bókaveisla:
Í vetur hafa nemendur Húsabakkaskóla verið sérstaklega duglegir að lesa bækur. Í hádeginu föstudaginn 8. apríl verður haldið sérstaklega upp á það. Þá verður pizza í matinn og ís í eftirrétt. J
Söngur á sal:
Mánudaginn 11. apríl kl. 11:25-11:55 verður söngur á sal. Við syngjum saman í litla salnum á Rimum. Allir velkomnir.
Tónleikar í Dalvíkurkirkju:
Tónlistarskóli Dalvíkur býður öllum grunnskólanemendum í Dalvíkurbyggð á tónleika með fræðslu í Dalvíkurkirkju föstudaginn 15. apríl. Það er píanóleikarinn Jónas Ingimundarson sem fræðir nemendur um tónlistina og spilar fyrir þá. Nákvæmar tímasetningar eru ekki komnar þegar þetta er skrifað en þær verður hægt að nálgast á heimasíðu skólans þegar nær dregur.
Dagur bókarinnar:
Ár hvert er Dagur bókarinnar þann 26. aprí. Þann dag fæddist Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxnes. Af þessu tilefni verður samvera á sal á Degi bókarinnar í litla salnum á Rimum kl. 11:25-11:55. Þar mun barnakórinn syngja, elstu nemendur lesa upp úr verkum Nóbelsskáldsins og að lokum verður samsöngur. Allir eru velkomnir.
Heimsókn rithöfundar:
Rithöfundurinn Þorvaldur Þorsteinsson heimsækir nemendur og starfsfólk Húsabakkaskóla í fyrstu kennslustund föstudaginn 29. apríl. Hann ræðir við nemendur um skáldskap og les upp úr bókum sínum. Hann hefur m.a. skrifað Skilaboðaskjóðuna og bækurnar um Blíðfinn. Þorvaldur hittir nemendur í litla salnum á Rimum og eru allir sem áhuga hafa velkomnir.
Skólahjúkrunin:
Skólahjúkrunin er komin aftur í sitt fyrra horf. Lilja Vilhjálmsdóttir er til viðtals í skólanum alla miðvikudaga kl. 10:30-11:30.
Fullorðinsfræðslan:
Aðeins eitt pláss er laust á námskeiðið í notkun myndvinnsluforritisins Photoshop. Þetta námskeið er skipulagt í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Tölvufræðsluna á Akureyri. Námskeiðslýsing fylgdi með mars-Tengju en það fer fram 18., 20. 25. og 27. apríl kl. 20:30-23:30 í tölvustofunni á Húsabakka. Skráning fer fram á netfanginu husabakki@dalvik.is eða í síma 466 1551 og lýkur henni 14. apríl.
Örfá pláss eru laus á námskeiðið bakstur ítalskra brauða sem verður haldið sunnudaginn 17. apríl kl. 11:00-14:00 í mötuneyti Húsabakkaskóla. Kennari er Friðrik V. Karlsson, matreiðslumeistari. Námskeiðsgjald tekur mið af fjölda þátttakenda það getur minnst orðið 1.000.- kr. og mest 2.000.- kr. Lágmarksfjöldi þátttakenda er fimm en hámarksfjöldi tíu. Skráning fer fram á netfanginu husabakki@dalvik.is eða í síma 466 1551. Skráningu lýkur fimmtudaginn 14. apríl.
Með kveðju frá Húsabakka,
Ingileif