Eineltisteymi starfsmanna Dalvíkurbyggðar vill vekja athygli á því að á fimmtudaginn 8. nóvember er alþjóðlegur dagur gegn einelti.
Á vefnum www.gegneinelti.is er fólk um allan heim hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti með því að hringja alls konar bjöllum kl. 13:00 samfellt í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Við hér í Dalvíkurbyggð ætlum að hringja skólabjöllum og kirkjuklukkur Dalvíkurkirkju munu einnig hringja á sama tíma.
Eineltisteymið hvetur íbúa Dalvíkurbyggðar til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi
Viðbragðsáætlun Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegri áreitni