Allt skólahald fellt niður í Dalvíkurbyggð þann 7. febrúar

Allt skólahald fellt niður í Dalvíkurbyggð þann 7. febrúar

Eftir tilmæli til sveitarfélaga frá Aðgerðarstjórn Almannavarna nú rétt fyrir kl. 17:00, hefur verið tekin sú ákvörðun í samráði við Almannavarnir að fella allt skólahald í Dalvíkurbyggð niður á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Það á við bæði um grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Þetta er tilkomið þar sem spáð er aftakaveðri á svæðinu, fannfergi með ófærð og samgöngutruflunum fram eftir degi. Reiknað er með að versta veðrið í Dalvíkurbyggð verði á milli 07.00 og 12.00 á mánudag.

Íbúar Dalvíkurbyggðar eru beðnir um að vera ekki á ferli á morgun, mánudag og á meðan veðrið gengur yfir, nema brýna nauðsyn beri til.

Lokanir vegna veðurspár eru eftirfarandi, á mánudag:

Árskógarskóli
Dalvíkurskóli
Krílakot
Tónlistarskólinn

Bókasafn Dalvíkurbyggðar
Íþróttamiðstöðin sem var lokuð í morgun, hefur nú verið opnuð.
Skrifstofur Dalvíkurbyggðar - Þjónustuver