Í kvöld var þátturinn Aftur heim í sýningu á N4. Að þessu sinni voru tvær fjölskyldur í Dalvíkurbyggð sóttar heim.
Fjölskylda Elsu Hlínar Einarsdóttur og Jóhanns Hreiðarssonar sem eru búsett á Dalvík og fjölskylda Signýjar Jónasdóttur og Loga Ásbjörnssonar sem eru að byggja sér hús á Árskógssandi.
Útkoman er frábær þáttur þar sem allir stóðu sig ótrúlega vel og börnin slógu í gegn.
Skemmtileg umfjöllun um fjölskyldulíf og afþreyingu í Dalvíkurbyggð.
Úr lýsingu á þættinum:
"Þó margt ungt fólk flytji í burtu, fari í nám eða vinnu fjarri heimahögum eru sífellt fleiri sem velja að flytja aftur heim þegar fjölskyldan stækkar. Ásthildur og Sindri hittu fjölskyldur í Dalvíkurbyggð sem hafa snúið aftur heim með nýja reynslu, menntun og framtíðarsýn í farteskinu."
Þátturinn er partur af samningi sem gerður var við sjónvarpsstöðina N4 um síðustu áramót.
Þáttinn má finna HÉR.