Afsláttur fasteignaskatts 2006

DALVÍKURBYGGР 

Afsláttur fasteignaskatts 2006

Auglýsing um reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar frá 06.12.2005.

Til að geta átt rétt á afslætti af fasteignaskatti samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar hverju sinni þarf meðal annars eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt:

  • Umsækjandi þarf að vera 67 ára eða eldri eða 75% öryrki.  Ellilífeyrisþegar geta fyrst átt rétt á afslætti hafi þeir orðið 67 ára á næsta ári á undan álagningarári.  Þeir sem eru úrskurðaðir 75% öryrkjar á álagningarári eiga rétt á hlutfallslegri lækkun frá því að örorkumat tók gildi.
  • Umsækjandi þarf sjálfur að búa í íbúðarhúsnæðinu.  Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- eða örorkulífeyrisþegi. 

Umsækjendur skulu leggja fram umsókn á tilskildum eyðublöðum ásamt endurriti af skattframtali staðfestu af skattstjóra og örorkumatsvottorð ef við á. Ekki er tekið við umsóknum eftir 30. júní 2006.

Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega er tekjutengdur sem hér segir:

a)                  Einstaklingur með tekjur allt að kr. 1.358.336,-.

b)                  Hjón og sambýlisfólk með tekjur allt að kr. 1.874.681,-.

Varðandi tekjuviðmið er litið til tekna eins og þær eru samkvæmt tekju- og útsvarsstofni sem og til fjármagnstekna.

Hámarksafsláttur af fasteignaskatti er kr. 33.000,-.    Afslátturinn verður þó aldrei hærri en álagður fasteignaskattur.

Reglurnar í heild sinni er hægt að nálgast á www.dalvik.is eða í þjónustuver bæjarskrifstofu á 1. hæð í Ráðhúsinu á Dalvík.  Reglurnar voru sendar út á bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda vegna ársins 2006.

Umsóknareyðublöð er hægt að sækja á www.dalvik.is og í þjónustver bæjarskrifstofu á 1.  hæð í Ráðhúsinu á Dalvík.

Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir