Afmæli Skíðafélags Dalvíkur, sem halda átti í dag, laugardaginn 10. nóvember kl. 15:00-18:00, í sal Dalvíkurskóla, hefur verið frestað til morguns.
Afmælið verður því haldið sunnudaginn 11. nóvember kl. 15:00-18:00 í sal Dalvíkurskóla.
Skíðafélag Dalvíkur heldur nú upp á 40 ára afmæli sitt en félagið var stofnað í nóvember 1972. Velunnarar í samvinnnu við foreldrafélagið bjóða til dagskrár og kaffisamsætis í tilefni afmælisins. Dagskráin hefst kl. 15:00 með ávarpi, kynningu á starfinu, heiðrun félagsmanna, yfirferð um sögu félagsins í máli og myndum og eftir það er orðið laust.
Ef þú lumar á gömlum myndum eða öðrum minningum úr starfi Skíðafélagsins væri gaman ef þú vildir deila þeim með okkur þennan góða dag.
Allir íbúar Dalvíkurbyggðar og aðrir velunnarar hjartanlega velkomnir. Gamlir iðkendur sérstaklega hvattir til að mæta.
Afmælisnefndin