Aðgerðir fyrir fyrirtæki vegna Covid-19

Aðgerðir fyrir fyrirtæki vegna Covid-19

 

Á 323. fundi sínum þann 31. mars 2020 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að fyrirtæki í skilum, sem hafa orðið/verða fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna COVID-19, geti sótt um gjaldfrest fasteignagjalda og hitaveitugjalda út júní 2020. Fyrirkomulag greiðslu frestaðra gjalda sé unnið í samvinnu sviðsstjóra og innheimtufulltrúa við hvert og eitt fyrirtæki. Yfirlit um allar aðgerðir verði til kynningar og umsagnar í byggðaráði.

Fyrirtæki í skilum með skatta og gjöld, sem hyggjast nýta sér þetta úrræði, geta sótt um frestun þriggja eindaga. Umsókn með rökstuðningi skal send með tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is

Í rökstuðningnum skal koma fram hvaða þrjá eindaga er að ræða og  hvaða frests óskað er. Þá þarf að koma fram væntar tekjur og hlutfall tekjufalls fyrstu fjóra mánuði ársins samanborið við fyrra ár.

Unnið er úr umsókninni af innheimtufulltrúa og viðkomandi sviðsstjóra á grundvelli meðfylgjandi rökstuðnings.