Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045
Skipulagslýsing fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags
Dalvíkurbyggð hefur hafið vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Nú liggur fyrir skipulagslýsing þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsvinnuna, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað.
Lýsinguna má nálgast hér.
Lýsingin verður jafnframt aðgengileg á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is undir máli nr. 1264/2024 og í afgreiðslu á fyrstu hæð í ráðhúsi Dalvíkur til 4.nóvember nk.
Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skipulagslýsinguna og senda inn ábendingar, annað hvort með tölvupósti á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til framkvæmdasviðs í Ráðhúsi Dalvíkur eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að senda inn ábendingar er til 11.nóvember 2024.
Vakin er athygli á íbúafundi sem haldinn verður miðvikudaginn 23.október nk. í Bergi menningarhúsi. Þar mun skipulagsráðgjafi fara yfir skipulagslýsinguna og næstu skref í skipulagsvinnunni. Fundurinn hefst klukkan 16:30.
Öll velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur!
Skipulagsfulltrúi