Aðalfundur norræna félagsins verður haldinn miðvikudaginn 13. maí næst komandi kl. 20:30. Fundarstaður er í Dalvíkurskóla, gengið inn um aðalinngang að austan. Undanfarin tvö ár hafa nokkrir félagar komið saman með það að markmiði að endurvekja félagið og er nú komið að því að halda formlegan aðalfund og kjósa stjórn.
Vonandi sjá gamlir félagar og nýtt áhugafólk sér fært að mæta og taka þátt í skemmtilegu starfi á vegum félagsins.
Skv. lögum norræna félagsins er dagskrá aðalfundar eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsins.
3. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda fyrir næsta starfsár.
4. Kosning fulltrúa og varamanna á sambandsþing samkvæmt lögum sambandsins.
5. Önnur mál.
Undir liðnum önnur mál verður vinabæjamót í Borgå í Finnlandi sem fram fer um miðjan ágúst kynnt.
Einnig kemur á fundinn Ester Stefánsdóttir, formaður norræna félagsins á Akureyri og segir hún okkur frá fjörlegu starfi félagsins þar.
Nokkrir aðilar hafa nú þegar tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til starfa fyrir félagið en það eru allir áhugasamir hvattir til að gefa kost á sér.
Að loknum fundi verður boðið upp á kaffisopa og meðlæti í gamla bænum að Vegamótum.
Tökum þátt í skemmtilegu félagi og eflum tengsl okkar við frændur vora á Norðurlöndunum.
Undirbúningshópur fyrir aðalfund.