Aðalfundur Ferðatrölla, ferðamálafélags Dalvíkurbyggðar, verður haldinn í menningarhúsinu Bergi, miðvikudaginn 24. mars n.k. og hefst kl. 20:30.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður rætt um verkefni sem eru í gangi og hugmyndir að verkefnum fyrir starfsárið 2010 kynntar. Á fundinum mun Kolbrún Reynisdóttir í Árgerði flytja erindi, sem hún nefnir "Leyfismál í ferðaþjónustu".
Félagsmenn og forstöðumenn fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta í ferðaþjónustu eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í mótun starfsins til framtíðar. Aðilar utan Dalvíkurbyggðar eru boðnir sérstaklega velkomnir á fundinn.