7 febrúar 2012 kom slökkviliðstjórinn í heimsókn í tilefni af öryggisvikunni okkar. Hann ræddi sérstaklega við trjáálfa og fiðrildahóp um öryggismál. Hann kynnti sig svo nú vitum við öll að slökkviliðsstjórinn okkar heitir Villi. Villi hvatti alla til að skoða hvort það væru til reykskynjarar heima hjá okkur og yfirfara þá með því að biðja mömmu eða pabba að ýta á takkan og athuga hvort þeir væru batteríslausir. Hann sagði okkur líka að ef reykskynjarinn færi í gang ættum við að hlaupa beinustu leið út. Hann hjálpaði okkur líka að læra neyðarnúmerið okkar með því að nota andlitið, 1 munnur 1 nef og 2 augu =112. Villi klæddi sig í slökkvuliðsbúninginn sinn svo að allir myndu nú þekkja slökkvuliðsmennina ef þeir þurfa einhvertíman að hjálpa okkur. Viljum við þakka honum kærlega fyrir góðan heimsókn. Hér má sjá fleiri myndir.