Páskafríið mitt
Mér fannst ótrúlega skemmtilegt í páskafríinu. Það var mjög gott veður svo ég lék mér oft úti. Á páskadag fóru ég og fleiri strákar t.d. Elmar, Hilmar og Björn Rúnar á Hellu og við fórum á snjósleða. Og það var rosalega gaman. Á páskadag gistum við Elmar heima hjá Gulla. Þegar ég kom heim voru gestir frá Reykjavík sem heita Agnes, Ragnhildur, Ómar, Hanna og Eyvör. Einnig fór ég þrisvar á skíði og það var mjög gaman. Ég, pabbi og systir mín fórum á snjósleða upp að Mosa og það var rosalega skemmtilegt svo þegar við komum niður fékk ég að keyra snjósleðann alein og það var gaman.
Antonía Huld
páskafríið mitt
Ég fór á leikritið Eyrnalangir og annað fólk og það var mjög skemmtilegt og fyndið.
Ég var líka oft úti að hjóla. Og það var heitt og gott veður.
Ég fór lítið á skíði. Ég lék mikið við Daða,Manúel og Daníel.
Birnir
Páskafríið mitt
Í páskafríinu mínu var rosa gaman. Ég var hjá pabba og fékk páskaegg númer fjögur. Á laugardaginn fyrir páska fór ég á skauta með Hönnu og Óliveri. Á páskadagsmorguninn vakti Óliver mig klukkan 07:26 nákvæmlega en ég sagði honum að bíða þangað til klukkan yrði 08:30. Svo vöktum við hönnu og pabba og fórum að leita eggin voru í hjólagemsluni. Annan í páskum fór ég með pabba og óliveri að skutla litlu systur mini heim til sín hún á heima á Akranesi og við sáum rosalega creepe hús. Svo þegar við komum heim var hanna að læra og þegar hún var búin fórum við aftur á skauta og pabbi kom þá með. Ég kendi pabba og hann sagði að ég væri bersti Svo á mánudaginn fórum ég pabbi skautakennari í heimi. og Óliver að fá okkur ís og svo fórum við á flugvöllinn og ég fór í flug. Þergar ég kom á Akureyri sótti nonni mig og við fórum á domino´s og kepti pitsu og brauðstangir. Þegar við komum heim var mamma búin að leggja á borð og við fengum okkur að borða.
Anna Guðbjörg
Páskafríiðm mitt
Ég fór til Kristjönu og gisti hjá henni. Hún á heima í Reykjavík. Á páskadag var falið páskaeggin okkar kristajönu og hennar var in á klósetinu og mitt in í eldavél og næstum því bráðnað. Það var rosa gaman en svo rakaði ég hárið mitt og það var æði og svo fór ég í ferminguna hjá frænku minni Ameliu svo sá ég sætar mydir af Ameliu þegar hún var 1 til 10 ára ekki meira og svo fór ég í skólann og ég fó strax að leika við Erlindu sætustu, Önnu góðu og Urðui hesta konu og allt endaði vel.
Anita
páskafríið mitt
Í páskafríinu fór ég á sleða með stefáni .
Við gerðum þrjá stökkpalla.
Við stukkum á þeim.
Svó fór ég á sleða við bundum þá saman og rendum okkur.
Ég stökk af sleðanum Hilmar og Gulli beygðu ekki þeir fóru yfir hendina á mér.
Björn Rúnar
Páskafríið mitt
Ég skemmti mér vel og ég fór í bíó og myndin hét Ófeigur gengur aftur. Mér fannst hún vera skemmtileg. Ég fór upp á Kalbak
með troðara ég fór líka á skíði alla vikuna.
Ég var líka að hjóla og leika mer úti í góða veðrinu.
Daníel
Páskafríið mitt
Ég fór á Skíði með pabba mínum í svona 1 klukkutíma og Það var ágætt. Ég lék mér við Gulla, Elmar, Björn, Arnar Pál og Antoníu. Við fórum á Snjósleða á Hellu og við sátum á einverskonar sleða sem var með bandi. Við tengdum bandið í snjósleðann frá sleðanum og Ingvar pabbi hans Gulla dró okkur. Við lékum við Glettu sem er hundurinn ömmu og afa Gulla og fórum Í fótbolta það var gaman.Ég fékk 1 Klóa Páska egg með mömmu og pabba og páska eggið var geðveikt gott!.
Hilmar