17. júní hátíðarhöld á Dalvík

17. júní hátíðarhöld á Dalvík

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður haldinn hátíðlegur á morgun með fjölbreyttri dagskrá í Dalvíkurbyggð.


Kl. 08:00     
Fánar dregnir að húni - allir fánar á loft!


Kl. 10:00     
17. júní hlaupið fer fram á íþróttavellinum á Dalvík í umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS. Skráning á staðnum fyrir hlaup og verðlaunaafhending að hlaupi loknu.


Kl. 12:00     
Andlitsmálning í Víkurröst – ókeypis andlitsmálning fyrir krakka - allir verða tilbúnir fyrir fyrir skrúðgönguna og átök dagsins!

Byggðasafnið Hvoll verður opið frá kl. 11:00 - kl. 18:00.


Kl. 13:30      
Skrúðganga leggur af stað frá Víkurröst að Dalvíkurkirkju í fylgd Slökkviliðs Dalvíkur. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega og taka með sér fána, veifur, lúðra og hrossabresti!


Kl. 14:00
      
Hátíðarstund í Dalvíkurkirkju
Ávarp fjallkonunnar
Hátíðarræða dagsins
Hátíðarkaffi - Knattspyrnufólk í UMFS selur hátíðarkaffi í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju að lokinni hátíðarstund. Verð 13 ára og eldri 1.000 kr, börn 6 - 12 ára 500 kr.


Kl. 14:45     
Karamellurigning - Elvar Antonsson dreifir góðgæti af himni ofan í kirkjubrekkunni.
Við biðjum foreldra að gæta þess að eldri börn fari varlega og hlaupi ekki þau yngri niður í baráttu um karamellurnar - það er nóg handa öllum!

Mótorhjólafólk í Dalvíkurbyggð mætir á fákum sínum og leggur þeim á bílaplanið norðan við kirkjuna þar sem gestir geta barið djásnin augum fram eftir degi.


Kl. 15:00
     
Slökkviliðið sýnir bíla við kirkjuna og býður börnum og foreldrum í ökuferð um bæinn.

Hestamennska - Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans teyma hesta undir börnum við kirkju að lokinni hátíðarstund. 

Leiktæki í umsjón Björgunarsveitarinnar í kirkjubrekkunni. Línubrun og hin sívinsæla vatnsrennibraut!


Kl. 20:00 - 22:00   
Íþróttadiskó fyrir alla fjölskylduna í íþróttahúsinu – Tvíeykið Svaron sér um diskóstuðið og hægt verður að leika sér frjálst með tækjum og tólum íþróttahússins.


( Ath. Sundlaug Dalvíkur lokuð 17. júní )

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ

Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúinn í Dalvíkurbyggð