Búið er að setja inn hópastarf og leikfimi þar sem myndavélin var með í för. Við höfum einnig verið dugleg að leika okkur og æfa okkur að syngja. Það er búið að vera dýra þema í gangi í söngstund þar sem drengirnir sýna því mikinn áhuga. Lögin sem við höfum mest verið að syngja eru:
Hani, krummi, hundur, svín.
Hani, krummi, hundur, svín
Hestur, mús, tittlingur;
Galar, krunkar, geltir, hrín,
Gneggjar, tístir, syngur.
5 litlir apar.
Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré,
þeir voru’ að stríða krókódíl:
,,Þú nærð ekki mér!”
Þá kom hann herra Krókódíll
hægt og rólega og ... amm!
Fjórir litlir apar ...
Þrír litlir apar ...
Tveir litlir apar ...
Einn lítill api ...
Enn maginn á herra Krókódíl var orðin
svona stór og allt í einu (klapp) og
fimm litlir apar hlupu upp í tré.
Kalli litli könguló
Kalli litli könguló klifraði’ upp á vegg
svo kom rigning og Kalli litli féll.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp,
þá gat Kalli könguló klifrað upp á topp.
Hreyfingar
Klifraði: líkja með fingrunum eftir könguló að klifra upp vegg með því að setja
þumalfingur og vísifingur hægri handar á vísifingur og þumalfingur vinstri handar til skiptis
Rigning: hreyfa fingur hratt niður eins og dropar að falla
Féll: slá á lærin
Upp: hreyfa hendur upp á við, lófar vísa upp
Þerraði: nudda líkamann með höndunum
Klifrað: líkja aftur með fingrunum eftir könguló að klifra
Sjáðu hestinn minn.
Sjáðu hestinn minn.
Sjáðu hestinn minn, hann er fallegur!
Hesturinn minn hann er rauður og kann að fljúga,
rauður og kann að fljúga
rauður og kann að fljúga
Börnin draga myndir af hesti og athöfn og þar
sem er skáletrað er sungið um það sem þau drógu.
Tröllið, ljónið og draugurinn
Hátt upp í fjöllunum,
þar búa tröllinn.
Trölla pabbi, trölla mamma
og litli Trölli Rölli.
Pú sagði trölla pabbi,
Pú sagði trölla mamma.
En hann litli Trölli Rölli
sagði ekki neitt.
Langt inn í skóginum
þar búa ljónin.
Ljóna pabbi, ljóna mamma
og litli ljónsi fljónsi.
Urrr sagði ljóna pabbi,
Urrr sagði ljóna mamma.
En hann litli ljónsi fljónsi
sagði bara MJÁ!
Hátt upp á loftinu
þar búa draugar.
Drauga pabbi, drauga mamma
og litli vasaklútur.
Bö segir drauga pabbi,
bö segir drauga mamma
En hann litli vasaklútur
segir athjú.
Fiskalagið
Nú skulum við syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.
Annar hét Gunnar en hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.
Nú skal syngja um…
Nú skal syngja um kýrnar
sem baula hátt í kór
þær gefa okkur mjólkina
svo öll við verðum stór.
Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu mu mu!
Nú skal syngja um hænsnin
sem gagga endalaust
þau gefa okkur eggin
svo öll við verðum hraust.
Egg, egg, egg, egg, egg!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga ga ga gó!
Nú skal syngja um lömbin
sem jarma sætt og blítt
þau gefa okkur ullina
svo okkur verði hlýtt.
Ull, ull, ull, ull, ull!
Me me me, me me me me me!
Me me me, me me me me me!
Me me me, me me me me me!
Me me me me me!
froskurinn, eðlan, apinn og fiskurinn
Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding, dong, sagði lítill grænn froskur.
Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
og svo líka ding, dong - spojojojojong!
Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
mm, ðð, sagði lítil græn eðla.
Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
og svo líka mm, ðð - bllrrllrrllrr!
(Reka út úr sér tunguna)
King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
king, kong, sagði stór svartur api.
King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
og svo líka king, kong - gojojojojo!
(berja á bringu)
blúb, blúb, sagði lítill grár fiskur einn dag,
blúb, blúb, sagði lítill grár fiskur.
blúb, blúb, sagði lítill grár fiskur einn dag,
og svo líka blúb, blúb - blúbblúbblúb
(Slá með hnefum í bringuna)