Í dag fimmtudag kom 1. bekkur Dalvíkurskóla í heimsókn á Bókasafnið. Tilefnið var alþjóðlegur dagur barnabókarinnar, sem er 2. apríl n.k. - fæðingardagur H.C. Andersens, en sá dagur fellur inn í páskafrí að þessu sinni. Lesið var eitt ævintýri eftir H.C. Andersen - eldfærin - og teiknuðu börnin mynd úr ævintýrinu eftir lesturinn. Einnig fengu þau að skoða bækur og lesa smávegis. Starfsfólki bókasafnsins þótti heimsóknin heppnast mjög vel og vona að börnin hafi einnig verið ánægð. Stefnt er að því að fleiri bekkir skólanna komi einnig í heimsókn á vordögum.