Í október og nóvember verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, eins og DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða almennt um það sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna. Hægt verður að panta 20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra.
Ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð eru hvattir til að nýta sér þetta þetta tækifæri en starfsmenn Markaðsstofunnar verða staddir á Dalvík þann 22. október nk.
Hér má finna eyðublaðið - að skráningu lokinni verða sendar út upplýsingar um nánari tímasetningar á viðtölum.
https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/skraning-i-vidtalstima