Árshátíð STDB (Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar) var haldin laugardaginn 6. október sl. Um 140 manns mættu prúðbúnir á árshátíðina og skemmtu sér konunglega, skemmtiatriði voru öll heimatilbúin og m.a. heiðruðu forsetahjónin samkomuna(skemmtiatriði) og veittu bæjarstjóra viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Fjöldasöngur var á meðan á borðhaldi stóð undir stjórn Margot Kiis, undirleikarar voru Kaldo Kiis og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, eftir borðhald hélt hljómsveitin Bylting uppi dúndrandi dansleik fram á rauða nótt. Er það mál manna að afar vel hafi tekist til og ekki vafi á að þetta var einungis fyrsta árshátíðin af mörgum sem STDB kemur til með að halda.