Nú er kári orðinn full duglegur við að blása úr norðri og er færð aðeins tekin að spillast og því eru moksturstæki á sveimi víðsvegar um sveitarfélagið.
Reynt verður eftir fremsta megni að halda vegum opnum í dreifbýli í samstarfi við vegagerðina.
Við reynum eftir fremsta megni að halda öllum götum í þéttbýlum opnum innan sveitarfélagsins til a.m.k. 22:00 þegar kjörstaðnum í skólanum verður lokað.
Það er þó leiðinda skyggni og því miður ráðum við ekki við það að laga það þó það væri óskandi og biðjum við því vegfarendur að fara varlega. Það er upplagt að vera undir teppi með kruðerí og njóta kosningasjónvarps kvöldsins.