Útskriftarferð Ísoldar Ásdísar og Allans Inga 23. maí 2012

Útskriftarferð Ísoldar Ásdísar og Allans Inga 23. maí 2012

 

Þann 23. maí sl. fóru Allan Ingi og Ísold Ásdís í útskriftarferð ásamt Gerði í tilefni þess að nú er leikskóladvöl þeirra er senn á enda. Ferðin hófst heima hjá Gerði þar sem farið var á trampólín, dundað smá stund í dóti auk þess sem leikin voru nokkur lög á pianó. Því næst var haldið á byggðasafnið Hvol, við heimsóttum Jónu og fengum að sjá litlu, nýju stelpuna hennar, fórum á bókasafnið og kaffihúsið þar sem við drukkum úti og lásum eina bók. Við vorum svo heppin að á þeim tíma sem við vorum stödd á bókasafninu lenti þyrla á túninu við heilsugæsluna og hana skoðuðum við auk þess sem okkur var boðið upp á að setjast inn. Við borðuðum pizzu í hádeginu hjá Gústa og héldum því næst í skógreitinn fyrir ofan Dalvíkina. Við enduðum þessa frábæru ferð í sundi og átti það vel við í veðurblíðunni sem lék við okkur allan daginn.