Starfsfólk Sundlaugar Dalvíkur hefur tekið við umsjón með Sundskála Svarfdæla en Sólveig Sigurðardóttir hefur haft umsjón með Sundskálanum hingað til. Þetta hefur þær breytingar í för með sér að nú verða leigjendur að nálgast lykil í Sundlaug Dalvíkur eða hjá starfsfólki hennar. Pantanir á tímum eru í síma 466-3233 eða á netfanginu sundlaug@dalvik.is. Einnig má hafa samband við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í síma 896-3133. Tekið skal fram að lyklar verða ekki lánaðir til lengri tíma, lykil verður eingöngu hægt að fá lánaðan til hverrar leigu fyrir sig. Á heimasíðu Sundskálans er hægt að nálgast reglur og neyðaráætlun svo og gjaldskrá fyrir útleigu á skálanum. Sundskálinn er skemmtilegt mannvirki sem gaman er að heimsækja og eiga þar notalega stund með fjölskyldunni.
Mikil ábyrgð fylgir því að leigja Sundskálann út í stað þess að hafa þar fastan starfsmann, gestir eru því beðnir að lesa vel reglur og neyðaráætlun áður en farið er í sund og fara varlega í hvívetna.