Útidótadagur

Útidótadagur

Blíðskaparveður er búið að vera á Dalvíkinni okkar undanfarna daga. Í dag er útidótadagur og því ákváðum við að vera bara úti að leika okkur frjálst allan daginn með dótið okkar. Það var örlítið kalt til að byrja með en sólin var svo góð að verma okkur og svo var líka alveg logn fyrir hádegi.

Yndislegur dagur í alla staði. Kíkið á myndirnar í myndasafni
Kær kveðja og góða helgi.
Kátakotskennarar