Föstudaginn 19. ágúst hélt fræðslusvið Dalvíkurbyggðar í samstarfi við Grunnskólann námskeið í Uppbyggingarstefnunni en það var haldið í menningarhúsinu Bergi. Námskeiðið var ætlað starfsfólki grunnskóla og fenginn var kanadískur fyrirlesari Joel Shimoji, kennari sem hefur starfað eftir stefnunni í 12 ár, til að halda námskeiðið. Auk starfsfólks Grunnskóla Dalvíkurbyggðar mættu á námskeiðið nokkrir kennarar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og leikskóla sveitarfélagsins. Þess utan voru rúmlega 50 kennarar frá Brekkuskóla á Akureyri, Valsárskóla á Svalbarðsströnd og frá Grunnskóla Fjallabyggðar. Almennt voru þáttakendur ánægðir með námskeiðið enda fyrirlesarinn góður.
Nú er annað ár í innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar í skólum sveitarfélagins að hefjast og vonandi að starfsfólk skólanna fari inn í veturinn með gott veganesti. Frekari upplýsingar um stefnuna má nálgast á þessari slóð http://www.dalvik.is/Stjornsysla/Fraedslu--og-menningarsvid/THrounarvekefni-i-skolunum/Uppbyggingarstefnan-–-Uppeldi-til-abyrgdar/