Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar er í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauða krossinn við Eyjafjörð varðandi umsóknir um mataraðstoð. Umsóknir er hægt að nálgast á skrifstofu Dalvíkurbyggðar eða hjá stafsmönnum félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar.
Skilafrestur á umsóknum fyrir mataraðstoð er fimmtudaginn 7.desember 2017, eftir þann tíma er búið að loka fyrir umsóknir um mataraðstoð.
Mikilvægt er að umsókninni fylgi greiðsluyfirlit frá Tryggingarstofnun ríkisins þar sem það á við og staðgreiðsluyfirlit sem nálgast má inn á www.skattur.is, með því að fara vinstra megin á síðunni í Staðgreiðsluskrá RSK og velja árið. Þetta blað er líka hægt að nálgast hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar geta einnig aðstoðað einstaklinga við að nálgast staðgreiðsluyfirlitið með því að viðkomandi komi með veflykilinn sinn af síðu Skattsins og greiðsluyfirlit frá TR með íslykli viðkomandi.
Ef umsókninni fylgir ekki yfirlit frá Tryggingarstofnun ríkisins og staðgreiðsluyfirlit telst umsóknin ógild.
Úthlutun mataraðstoðar mun eiga sér stað miðvikudaginn 13.desember 2017.
Frekari upplýsingar veita starfsmenn félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900.