Vegna umsóknar um stækkun á lóð við Árskóg 1 til norðurs og áforma um byggingu hesthúss norðan við bílageymslu sömu lóðar hefur umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar, að beiðni sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar, óskað eftir umsögnum vegna umsóknarinnar frá þeim aðilum sem málið gæti varðað. Um er að ræða umsagnir frá Árskógarskóla, íbúasamtökunum á Hauganesi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og Ungmennafélaginu Reyni. Bréf þar sem óskað er eftir rökstuddum umsögnum þessara aðila þar sem fjallað verði um umhverfismál, landnotkun, yfirbragð byggðar og samhengi við aðra starfsemi hefur verið sent þeim og gefinn frestur til 16. október til svara.