Mynd: Jóhann Már Kristinsson
Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Dalvíkur, 3. hæð, fimmtudaginn 19. desember kl. 16.00.
Á dagskrá er umræða um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020 og sérreglur Dalvíkurbyggðar.
Dalvíkurbyggð hefur sótt um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019-2020 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Enn hefur ekki verið tilkynnt um úthlutun til byggðarlaga innan Dalvíkurbyggðar.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020, nr. 675, 4. júlí 2019 og reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020, nr. 676, 4. júlí 2019 og eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér innihald þeirra.
Þá hefur Fiskistofa gefið út eftirfarandi leiðbeiningar til eigenda og útgerða fiskiskipa sem hafa hug á því að sækja um byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2019-2020. http://www.fiskistofa.is/ymsaruppl/tilkynningar/byggdakvoti-2019-2020-leidbeiningar
Vinsamlegast látið upplýsingarnar um fundinn ganga á milli þeirra sem hafa hag af byggðakvóta í Dalvíkurbyggð.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.