Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. yngri en 18. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt. 


Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011.


Réttur til þjónustunnar

Réttur til þjónustunnar miðast almennt við að barnið búi og hafi lögheimili hjá því foreldri/forráðamanni sem sækir um og að allar skattskyldar tekjur umsækjanda á árinu 2010 séu sem hér segir:

  • Einstæðir foreldrar/forráðamenn með tekjur undir 2.900.000 kr.
  • Hjón eða sambúðarfólk með tekjur undir 4.600.000 kr.
  • Tekjuviðmiðið hækkar um 350.000 kr. fyrir hvert barn umfram eitt.


Heimilt er að víkja frá tekjuviðmiði ársins 2010 ef um verulega lækkun tekna á árinu 2011 er að ræða svo sem vegna atvinnuleysis.
Í undantekningartilvikum er heimilt að víkja frá tekjuviðmiðum ef um alvarlegan félagslegan vanda er að ræða.
Þjónustan er fyrir börn alls staðar að af landinu en verður veitt á tannlæknadeild Háskóla Íslands í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, Reykjavík.


Ekki er tryggt að hægt verði að anna allri eftirspurn þar sem um takmarkaðan tímafjölda tannlækna er að ræða.


Umsókn

Sækja þarf um þjónustuna á eyðublaði á vef Tryggingastofnunar: www.tr.is . Skönnuð afrit af undirrituðum umsóknum má senda á netfangið tannverndbarna@tr.is

Einnig má skila umsóknum til Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, Reykjavík og til umboða hjá sýslumönnum um land allt. Umsóknum verður svarað með bréfi eða netpósti.

Ferðakostnaður

Hægt er að sækja um endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar fyrir börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Miðað er við a.m.k. 20 km fjarlægð frá miðborg. Eftir meðferð þarf að framvísa kvittunum fyrir áætlunarferðum og bensínkostnaði til umboða hjá sýslumönnum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar í síma 5604400, gjaldfrjálst númer 8006044, hjá þeim sýslumönnum sem hafa umboð fyrir TR um allt land og á vefnum á tr.is.

Tungumál

Hjá Fjölmenningarsetri, www.mcc.is  (Opnast í nýjum vafraglugga), verða upplýsingar á eftirtöldum tungumálum: Enska, pólska, serbneska/króatíska, taílenska, spænska, litháiska og rússneska. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar og aðstoð við umsóknir og tímapantanir.


Foreldrar, sem á þurfa að halda, eru hvattir til að leita aðstoðar hjá starfsmönnum leikskóla, grunnskóla og félagsþjónustu sveitarfélaganna við að sækja um aðstoð fyrir börn sín.